CUBARDI
PRIMITIVO ROSSO SALENTO IGT
Primitivo-þrúga af 65 ára gömlum vínvið.
Vínviður sem á sér sögu og hefur lifað tímana tvenna.
Margverðlaunað meistaraverk Schola Sarmenti. Dökkrúbínrautt, kröftugt og bragðmikið vín, þroskaðir ávextir með keim af súkkulaði og kaffi, ásamt flauelsmjúkri áferð. Tannín eru mild og þægileg, en gera það að verkum að eftirbragð varir lengi.
Þetta vín er frábært eitt og sér, en unir sér einkar vel með hvers konar kjötmeti. Vín sem hægt er að geyma og talið verða enn betra með árunum sem líða.
ÞRÚGA
Primitivo 100%
ÁFENGISMAGN
15%
ALDUR VÍNVIÐAR
Um 65 ár
RÆKTUN
Alberello Pugliese, 4.200 jurtir á hektara
UPPSKERA
Berin handtínd og þau lögð í loftgóðar öskjur
EFTIR UPPSKERU
Sex mánuðir í frönskum eikartunnum, átta mánuðir í flöskunni
BEST BORIÐ FRAM
Lítillega umhellt og við 16-18°C
GYLLTA GLASIÐ
2024
ROBERT PARKER
Wine Advocate · 90 stig
WINE SPECTATOR
91 stig
WINE ENTHUSIAST
90 stig
LUCA MARONI
97 stig
IWC
Silfurverðlaun
EXPOVINA
Gull- og silfurverðlaun
5 STAR WINE
90 stig