ARMENTINO

ROSSO IGT SALENTO
Negroamaro- og Primitivo-þrúgur af 55 ára gömlum vínvið.

Allt sem einkennir Puglia í einni flösku. Fágað vín með ánægjulegt eftirbragð.

Armentino er vín sem auðvelt er að mæla með. Krydd og safarík ber vinna ákaflega vel saman, hvort sem er í nefi eða munni. Dökkrúbínrautt og kröftugt vín, en létt á sama tíma.

Bragðið einkennist af plómum, brómberjum, vanillu og laufkryddi. Frábært vín eitt og sér, en unir sér einnig vel með kjötmeti og grillmat.

ÞRÚGA
Negroamaro 50% Primitivo 50%

ÁFENGISMAGN
14%

ALDUR VÍNVIÐAR
Um 55 ár

RÆKTUN
Alberello Pugliese, 4.500 jurtir á hektara

UPPSKERA
Berin handtínd og þau lögð í loftgóðar öskjur

EFTIR UPPSKERU
Í stáli, svo fimm mánuðir í flöskunni

BEST BORIÐ FRAM VIÐ
16-18°C